trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 02/05/2014

Þú sem beiðst mín þegar ég vaknaði: Takk. Um stóra hjartað og sálina í Landspítalanum okkar

„Það er stórt og mikið hjarta sem slær í stóra sjúkrahúsinu okkar. Fólkið sem vinnur þar við ólík störf er sálin í þessari mikilvægu starfsemi. Það er ósköp eðlilegt að fyllast djúpu þakklæti þegar maður slasast það mikið að maður verður algerlega ósjálfbjarga en tilfinning mín fyrir faglegum metnaði sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna ristir dýpra en það.“Róbert Marshall

Þannig skrifar Róbert Marshall alþingismaður í aðsendri grein í Herðubreið, en hann slasaðist alvarlega í vélsleðaslysi fyrir skömmu. Reynsla hans af dvölinni á Landspítalanum sannfærði hann enn frekar um nauðsyn þess að ráðast strax í uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Róbert skrifar:

„Mér finnst eins og við gætum misst það sem eigum í starfsfólkinu á Landspítalanum ef við förum ekki að taka stórar og ákveðnar ákvarðanir um uppbyggingu á Hringbrautinni. Það er búið að rannsaka þetta og greina í áratugi; hagkvæmast er að byggja þar sem mest er af nýtanlegu húsnæði. Ég óttast að við munum missa hjartað og sálina úr þessari mikilvægu starfsemi ef við ekki tökum afgerandi skref strax. Við þurfum að sýna í verki að við virðum og viljum ýta undir það faglega kapp sem starfsfólk þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunnar sýnir.  Stjórnvöld sýna ábyrgðarleysi með því að láta þetta stóra mál óleyst. Þessari ákvörðun er ekki hægt að ýta á undan sér eins og nú er gert.  Hver dagur án ákvarðanna kostar mikla peninga. Hver dagur skiptir máli.

Fyrir okkur sem sem nýtt höfum þjónustu Landspítalans nýlega eða eigum ástvini sem það hafa gert er þýðing hvers nýs dags þar sem við horfum út í vorið með fjölskyldum okkar og hlökkum til sumarsins ekki metin til fjár. Ég vona að ákefðin, ástríðan, liðsheildin, fagmennskan, alúðin og væntumþykjan verði þarna ennþá þegar ríkisstjórnin vaknar. Þú sem beiðst mín þegar ég vaknaði: Takk.“

Grein Róberts í heild er hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,785