trusted online casino malaysia
Ritstjórn 07/04/2014

Stofuskápurinn hennar ömmu: Lukkulegir gröfustjórar og óhamingjusamir málfræðingar. Margrét Pála segir dæmisögu

„Allur framhaldsskólinn, allar væntingar samfélagsins, þær byggjast enn á stofuskenknum hennar ömmu – á því að öll börn eiga að enda með mynd með stúdentshúfuna á stofuskápnum hjá ömmu,“ sagði Margrét Pála Ólafsdóttir í erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins.Margrét Pala

Þar fjallaði hún um einsleitni í skólastarfi þar sem samræmdar kröfur eru gerðar til allra, óháð getu þeirra, áhuga og hæfileikum. Ef einhverjum gengur illa í tilteknu fagi, sagði hún, er hann látinn gera meira af því, fremur en að beina honum að efni sem fellur að hæfileikum hans og áhuga.

Margrét Pála rifjaði upp „gaur“ sem verið hafði hjá henni í leikskóla, orkumikinn og ofvirkan, sem hún var sannfærð um að yrði mikill frumkvöðull. „Hann var skapandi, fljótur og alltaf að gera eitthvað allt annað en allir hinir.“

Hún sá fyrir sér að hann tæki ungur meirapróf, stofnaði sitt eigið gröfufyrirtæki og yrði frumkvöðull í nýjum aðferðum við jarðgangagerð, um bortækni og græjur.

Margrét Pála kvaðst hafa hitt móður drengsins nýlega og spurt frétta af honum. Móðirin sagði að ekki gengi alltof vel. Hann hafi verið ofvirkur, lesblindur og hvatvís í grunnskóla og gengið illa, „en við ætlum að koma honum í gegnum stúdentsprófið. Það tekur langan tíma, en fjölskyldan ætlar að hjálpast að og ég hef minnkað við mig vinnu. Kannski sex ár, en við ætlum að hafa  hann í gegn.“

„Ég beit í tunguna á mér,“ sagði Margrét Pála, „áður en ég missti út úr mér: Já, viltu frekar – í staðinn fyrir að hann verði vel launaður og lukkulegur gröfustjóri, að þá verði hann atvinnulaus og óhamingjusamur málfræðingur?“

Brot af erindi Margétar Pálu má sjá á vef Viðskiptablaðsins hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,359