trusted online casino malaysia
Sparkhéðinn 27/04/2014

Sir Ryan kemur heim

Við þurfum ekkert að tala lengi um þetta:Ryan Giggs

Ryan Giggs er reyndasti, sigursælasti og verðlaunaðasti leikmaður í enska boltanum. Hann hefur spilað með Manchester United síðan hann var unglingur, þar af í rúmlega tuttugu ár undir stjórn sir Alex.

Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna og oftar en aðrir.

Þessi reynsla var allsstaðar og útum allt í fyrsta leiknum sem hann stýrði liðinu í gegnum í gær. Hann kom brosandi, veifaði til fólksins síns. Hann var heima. Eins mikið heima og Guðni er á Brúnastöðum.

Yfir leiknum var hann þó ákveðinn. Hugsi, og tók réttar ákvarðanir. Niðurstaðan: 4-0.

4-0.

David Moyes kann varla að telja upp í fjóra.

Samanburðurinn gæti ekki verið meira afgerandi:

Moyes var aldrei heima á Old Trafford. Hann fékk að koma í heimsókn af því að sir Alex vildi prófa það. Hann átti alltaf heima annarsstaðar. Þetta var aldrei hans fjölskylda.

Í augnaráði Giggs var glettnisglampi. Honum fannst gaman að stýra liðinu. Tók nokkrar boltaæfingar á hliðarlínunni. Undir jakkafötunum var hann í búningnum.

Augu Moyes voru á sífelldu flökti í taugaveiklun. Þau lýstu áhyggjum og þó einkum ráðaleysi. Hann keypti jú Fellaini.

Ryan Giggs hefði aldrei keypt Fellaini. Það segir allt.

MU þarf enga stórstjörnuþjálfara af meginlandinu til þess að verða aftur besta lið í heimi.

Þeir eru allir þarna heima: Giggs, Butt, Neville, Scholes.

Elísabet Bretadrottning hefur nú þegar nælt orðu í boðunginn á Giggs, Order of the British Empire, fyrir framlag hans til íþróttarinnar.

Eftir tíu ár í þjálfaradjobbinu verður Ryan Joseph Giggs orðinn sir Ryan og hinn raunverulegi Chosen One.

Ekki skaðar ef hann fær Roy Keane til að taka að sér tæklingaþjálfun.

Flokkun : Pistlar
1,411