trusted online casino malaysia
Arnaldur Sigurðarson 17/05/2014

Píratar þora meðan aðrir þegja

Meðhöfundur er Þórlaug Ágústsdóttir

Við Píratar fáum oft tækifæri til að vera stolt af okkar vinnu og hugsjónum. Það var sérstalega ánægulegt að vera Pírati í gær og fylgjast með þingmönnum okkar brillera á þinginu. Þrátt fyrir að ýmis misgóð frumvörp og þingsályktanir hafi verið samþykkt þá höfum við Píratar góða ástæðu til að fagna. Þegar við fórum út í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningar síðastliðið vor var eitt umdeildasta stefnumál okkar Pírata vafalítið stefna okkar í vímuefnamálum. Persónulega töldum við vímuefnanálgunina vera það stefnumál sem væri ólíklegast til að fá hljómgrunn inni á Alþingi. Við vorum því sérstaklega ánægð að fylgjast með umræðum á Alþingi í gær og sjá í kjölfarið þingsályktunartillögu Pírata um afglæpavæðingu vímuefna samþykkta.

Þessi sigur segir ýmislegt um einurð Pírata við að koma málum í framkvæmd. Píratar eru algjörlega óhræddir við að ræða mjög umdeild málefni eins og nýja nálgun á vímuefnaneyslu, friðhelgi einkalífsins og jafnvel klám fullorðinna einstaklinga. Það er því gott að hafa það í huga nú þegar við Píratar erum á fullu stími í kosningabaráttu til að raddir okkar eigi fulltrúa í sveitastjórnir landsins. Rétt eins og í Alþingiskosningunum höfum við gætt þess að vera ekki með nein stór kosningaloforð til að lenda ekki í því að geta ekki staðið við þau. Við einsetjum okkar að standa við stefnu okkar, og sigurinn í vímuefnamálum sýnir að jafnvel umdeildustu stefnumálin okkar eiga góðan möguleika á framgangi.

Píratar hafa takmarkaða þolinmæði fyrir átakastjórnmál þar sem aðal markmið sumra virðist vera að blammera og koma höggi á hinar fylkingarnar sem eru að bjóða fram. Við erum tilbúin að vinna með öllu góðu fólki að góðum málefnum og erum miklu hrifnari af upbyggilegum samskiptum í stað niðurrifs. Það hefur gengið mjög vel hjá þingmönnum okkar og munum við í sveitastjórnum halda þeirri góðu hefð áfram. Við erum reiðubúin að sigla Píratafleyinu í höfn með ykkar aðstoð, og hvetjum sem flesta til að mæta á kjörstað og nýta atkvæðisrétt sinn.

Lýðræðisumbætur síðustu ára þurfa að skila sér inn á öll stig samfélgsins og það er mikilvægt að í ár sé ekki minni þátttaka í sveitastjórnakosningum en í Alþingiskosningum. Píratar hvetja því alla, sama hvað viðkomandi ætlar að kjósa, til að mæta á kjörstað 31. maí og láta rödd sína heyrast.

Latest posts by Arnaldur Sigurðarson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,375