Miðstýring hjá Pírötum? Þingmenn skipta sér af prófkjörum þeim óviðkomandi. Rafrænt kosningakerfi stenst ekki kröfur lýðræðis
„Eftir símtalið klóraði ég mér í kollinum. Hafði kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga virkilega hringt í mig til að reyna að telja mig af því að bjóða mig fram í prófkjöri í félagsskap sem hann var ekki einu sinni félagi í vegna þess að öðrum alþingismanni gæti þótt það óþægilegt, þótt hann vissi að sjálfsögðu ekkert um það að eigin sögn? Þetta var í meira lagi bogið.“
Þannig lýsir Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi alþingismaður reynslu sinni af skammri veru í Pírötum í ýtarlegri grein í Herðubreið.
Margrét hafði ásamt fleiri félögum í Dögun í Kópavogi hugsað sér að leggja lið framboði Pírata þar í bæ enda ætlaði Dögun ekki að bjóða fram og enginn í félaginu vildi verða bæjarfulltrúi.
Við tók löng og skrautleg atburðarás þar sem alþingismenn flokksins höfðu veruleg afskipti af innri málefnum félags sem þeir eru ekki í, svo og virðist hið rafræna kosningakerfi Pírata ekki alveg standast kröfur um lýðræðislegar kosningar, eins og Margrét lýsir því:
„Þá kom fram að erfitt hafi reynst að fá niðurstöður úr prófkjöri Pírata í Reykjavík enda hafi kerfið verið hannað með þeim hætti að allir píratar hefðu kosningarétt allsstaðar. Því hafi þurft að fara yfir niðurstöður hinna rafrænu kosninga handvirkt til að sjá hvort aðeins þeir sem höfðu kosningarétt hafi greitt atkvæði – sem hlýtur að þýða það að kosningin var ekki leynileg, alla vega ekki í augum þess eða þeirra sem fóru yfir niðurstöðurnar.“
Hina yfirgripsmiklu grein Margrétar má lesa hér.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021