trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 20/05/2014

Laumupúkar

Þeir blekkja, laumupúkarnir. Ýmist læðast þeir inn um bakdyrnar og koma aftan að fólki eða þeir standa skyndilega prúðbúnir í forstofunni með fagurgala og fleðulátum og bjóða falsmyndir að gjöf.

Einn slíkur kom heim til mín í gær. Fyrst í gegn um hljóðvarpið, síðan sjónvarpið. Þetta var fjármálaráðherrann. Brosandi bauðst hann til þess að selja eitt af fyrirtækjum okkar allra. Landsvirkjun. Hann vill að lífeyrissjóðirnir kaupi nokkur prósent í henni. Þetta er ekki einkavæðing, fólst í orðum hans, vegna þess að lífeyrissjóðirnir eru í almanna eigu.

Nú er ráðherrann ekki sá álfur í verslun og viðskiptum að hann sé með þessu að segja að við eigum að selja sjálfum okkur það sem við eigum nú þegar og borga duglega fyrir.

Hann er að hefja einkavæðingu Landsvirkjunar. Frekari einkavæðingu náttúruauðlynda en orðin er. Þeim ríku duga ekki að „eiga“ fiskimiðin, Geysir og Þeistareyki vegna þess að græðginni verður aldrei fullnægt. Einkavæðingin mun fara þannig fram, að þegar lífeyrissjóðirnir eru búnir að kaupa munu ekki líða á lögnu áður en peningafurstarnir í stjórnum þeirra selja eignarhluti sjóðanna og fyrr en varir verður Landsvirkjum komin í eigu einkaaðila, arðurinn renna til þeirra sem eiga fullar hendur fjár fyrir, og rafmagnið hækka upp úr öllu valdi.

Það þarf að stöðva þessa drengi sem hér ráða ríkjum. Það er brýnna en svo að hægt sé að bíða með það fram til næstu þingkosninga. Það þarf að reka ríkisstjórnina eða selja hana skilasjóðunum. Fyrr en seinna.

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,300