trusted online casino malaysia
Sparkhéðinn 04/06/2014

Ísland, Eistland og markmenn

Landsleikur Íslands og Eistlands í fótbolta í kvöld var bæði lélegur og leiðinlegur. Meira að segja Heimir þjálfari viðurkenndi það.

Eðvald er fyrir miðju í neðri röð

Eðvald er fyrir miðju í neðri röð

Það voru íslensku markmennirnir, Gunnleifur Gunnleifsson og Ögmundur Kristinsson, sem björguðu okkur frá enn verri leik.

Við þessar aðstæður, þegar lélegur leikur vinnst með heppni, leita áhugamenn um fótbolta að einhverju jákvæðu. Eða bara einhverju áhugaverðu.

Það er auðvitað til. Markmaðurinn í eistneska stórliðinu Estonia í fótbolta á árunum fyrir seinna stríð hét Evald Mikson.

Eftir stríðið flúði Mikson land og ætlaði að fara, einsog fleiri í hans stöðu, til Suður-Ameríku. Hann lagði af stað, en skipið (sem var óttalegur ryðkláfur) strandaði við Ísland. Mikson varð síðar íslenskur ríkisborgari, tók sér nafnið Eðvald Hinriksson og varð frumkvöðull um iðkun körfubolta hér.

Eðvald eignaðist tvo syni, Jóhannes og Atla, sem urðu hvor með sínum hætti tveir af bestu fótboltamönnum Íslands, Jóhannes lengi sem atvinnumaður í Skotlandi og Atli síðar líka sem sigursæll þjálfari.

Mönnum sem geta gert KR að Íslandsmeisturum er ekki alls varnað.

Af þessu sést hversu mikilvægir markmenn geta verið fyrir íslenskan fótbolta, bæði íslenskir og eistneskir. Og innflytjendur auðvitað líka, jafnvel þótt fortíð þeirra sé í meira lagi köflótt.

En það er nú önnur saga.

Flokkun : Pistlar
1,241