Hvar er framsóknarkanínan núna? Um fundvísi flokks á sápukúlur
„Framsóknarmenn hafa verið öðrum fundvísari á svona „sápukúlumál“, mál sem hafa í raun takmarkaða þýðingu en hægt er að blása út í stóra, litfagra kúlu, sem springur ekki fyrr en eftir kosningar.“
Þannig lýsir Jón Daníelsson sérstökum hæfileikum Framsóknarflokksins til að vinna kosningasigra á síðustu metrunum. Hann rifjar upp gömul dæmi og ný, og veltir fyrir sér hvað komi upp úr framsóknarhattinum fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor:
„Svo kom Sigmundur Davíð. Hann gerði snögga leiftursókn að kosningasigri 2009 með því að boða almenna 20% lækkun íbúðalána. Það mistókst þá, en merkilegt nokk tókst honum að blása nokkurn veginn sömu hugmynd upp í 300 milljarða hrægammaveiðar 2013. Nú má segja að sú sápukúla sé sprungin bæði framan í hann og kjósendur.
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar. Hvergi virðist blása tiltakanlega góður byr í segl Framsóknarflokksins. En hvergi er ástandið þó jafn skelfilegt og í Reykjavík, þar sem flokkurinn átti þó fulltrúa svo lengi sem elstu menn muna og til 2010. Hafi einhvern tíma verið þörf fyrir að finna kanínu í hatti, er það núna.
Dauðaleit stendur yfir, bæði að kanínunni og töframanninum sjálfum.“
Sjá grein Jóns í Herðubreið hér.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021