trusted online casino malaysia
Ritstjórn 22/03/2014

Houdini, hundrað árum seinna

„Í æfisögu Jóhannesar Jósefssonar glímukappa , sem Stefán Jónsson fréttamaður skráði og út kom 1964, segir frá kynnum okkar manns og brellumeistarans Houdini er þeir störfuðu í amerískum fjölleikahúsum. Houdini lét, að sjálfsögðu, ekkert uppi um það hvernig hann framkvæmdi töfrabrögð sín en benti á að máttur sefjunarinnar yrði seint ofmetinn og menn upplifðu yfirleitt það sem þeir kæmu til að sjá og heyra.Houdini
„Ef húsfyllir manna í stærsta fjölleikahúsi Bandaríkjanna kæmi þangað þeirra erinda að sjá sjónhverfingamann lyfta þúsund lesta bjargi með annarri hendi , þá mætti sá maður vera meira en meðal klaufi, sem ekki tækist að láta fólkið sjá þetta“ (bls. 263-4).
Mig grunar að einhver hafi komizt í þetta ca. 100 ára gamla spjall nýlega og fengið í framhaldinu þessa líka fínu hugmynd:
Ef þjóðin kýs mig, nánast beint í Stjórnarráðið, út á kosningaloforð sem eru svo fáránleg að enginn heilvita maður ætti að trúa þeim, þá ætti ekki að vera mikið mál að láta hana líka sjá þau rætast…“

Þórður Árnason, facebook, 28. mars 2014

Flokkun : Glósubókin
1,341