Glópar
Fjórtán mál bíða nú rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara, þar af fjögur umfangsmikil. Í dag eru þar 96 mál til rannsóknar, þar af 39 svokölluð hrunmál sem eru langt komin í vinnslu. Alls hafa 637 mál komið til kasta embættisins frá stofnun þess.
Ólafur Þór Hauksson stýrir embættinu. Þetta er haft eftir konum á Kjarnanum í dag: „Nú er til umræðu að íslenska ríkið kaupi upplýsingar erlendis frá um möguleg skattaundanskot Íslendinga, og skattaskjól þeirra erlendis. Ég verð að viðurkenna að mér finnst vanta inn í þá umræðu hvaða embætti það er nú aftur sem sækir til saka í skattamálum.“
Ólafur Þór hefur áhyggjur af framtíð embættisins. Og af hverju? Svarið er að finna í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Það á að skerða fjárveitingar til embættisins um miljónatugi. Tilgangurinn? Svarið getur varla verið annað en þetta: Að dólgar sleppi við refsingu, haldi illa fengnu fé og styðji ríkisstjórnina áfram með atkvæðum sínum og fjármunum.
Húsakostur Landsspítalans lekur og grotnar niður. Tækin eru úrelt og ónothæf. Læknar og hjúkrunarfólk flýja land. Ástæðan? Fjársvelti. Ráð ríkisstjórnarinnar nú? Byggjum ekki nýjan spítala, semjum ekki við lækna, krefjumst aðhalds. Tilgangur: Einkavæðing heilbrigðiskerfisins.
Ríkisútvarpið getur ekki greitt af skuldum sínum á gjalddaga. Í sparnaðarskyni hefur starfsmönnum verið fækkað stórlega á undangengnum árum. Dagskrárgerð hefur dregst saman. Ásstæðan? Fjársvelti. Ráð ríkisstjórnarinnar nú? Að draga saman í rekstri. Tilgangur? Það er ætlunin að einkavæða Ríkisútvarpið.
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR fer nokkrum orðum um pólitíska framgöngu formanns fjárlaganefndar alþingis og varaformanns hennar og spyr: „Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag?“
Spurningin er réttmæt. En hún á einnig við um ríkisstjórnina og allan þingmeirihluta hennar.