Fjörfiskur
Í dag, 19. júní höfum fengið að sjá mun á einstaklingi sem talsmanni og frjálsum manni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og þræll þrengstu sjónarmiða hans skrifaði stutta grein inn á fésbók sem frjáls maður frá kreddum flokks og ríkisstjórnar. Þar kemur fram allt annar maður en við fáum að sjá daglega, allur annar en ráðherra hinnar vandræðalegu ríkisstjórnar. Hann hefur fengið fjörfisk í heilann, hugsunin hefur leyst hans innra mann úr böndum. Sá lét gamminn geysa og skrifaði um siðferði Kanans og bar saman hvalveiðar Íslendinga og aftökur Bandaríkjamanna á afbrotafólki. Mönnum á sjálfsagt eftir að sýnst sitt hvað um greinina og ekkert nema gott um það að segja. Ég fagna hins vegar heilshugar frelsinu sem hann tók sér. Einkum vegna þess sem upp úr stendur, að maðurinn Bjarni Benediktsson er mun áhugaverðari frjáls en bundinn kreddum. Þá á reyndar við um flesta sem eitthvað er í spunnið.
Eptirskrip.
Mér varð það á í grein hér á Herðubreið, Atlaga, að titla tilkvaddan dómara í Aurumálinu ranglega. Eftir því sem mér er nú sagt er hann verkfræðingur en ekki lögfræðingur. Ég biðst afsökunar á því.