Enginn lifir á prósentunni einni saman
Það eru ekki fyrirsvarsmenn í þjóðmálum sem skapa verðmætin heldur hinir lægra launuðu, þeir sem verða áfram með lægsta kaupið þrátt fyrir 10% kauphækkun.
Úlfar Þormóðsson rithöfundur minnir á þessi sígildu sannindi í grein í Herðubreið, og bætir við því sem hann kallar abstrakt hugmynd um kjaramál:
„Hún gengur út á það að byrja á því að ákvarða laun æðstu embættismanna. Kjararáð reiknar út hvað fyrirsvarsmennirnir þurfi mikla kauphækkun til þess að komast af á næsta launatímabili; hversu margar krónur. Síðan fái aðrir sömu krónutöluhækkun. Eða, ef menn hefðu ekki þor til þessa; sú launahækkun sem herbergisþerna, öryrki eða fiskverkamaður nær fram með sinni baráttu gangi óbreytt upp launastigann. Ekki prósentan heldur krónutalan.“
Grein Úlfars er hér.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021