Úlfar Þormóðsson

Úlfar Þormóðsson

rss feed

Heimskviður

Heimskviður

Í dag, 16.08.´19, berast fréttir af því að menntamálaráðherra hafi í hyggju að vega að tekjustofni Ríkisútvarpsins með því að taka það af auglýsingamarkaði – banna þeim sem þarf að láta vita af sér að nota áhrifamesta auglýsingamiðil landsins -. (Væri slík gjörð ekki brot á stjórnarskrárvörðu frelsi einstaklingsins?)  Ástæðan fyrir ætlun ráðherrans er krafa […]

Úlfar Þormóðsson 16/08/2019 Meira →
Hermangararnir komnir á kreik

Hermangararnir komnir á kreik

Þeir eru farnir að kyrja sinn gamla ástaróð, hermangararnir, þann um frelsarann, verndarann, elsku vininn kæra. Hann er ekki bara að koma, hann er kominn! Og með fullar hendur fjár. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) skrifar í dag fagnaðarerindi í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins. Þar segir hann að atvinnuleysi “á Suðurnesjum hefur aukist verulega að […]

Úlfar Þormóðsson 14/08/2019 Meira →
Vopnaðir friðarenglar

Vopnaðir friðarenglar

Tvisvar í síðustu viku bað ég um svör við nokkrum spurningum sem vöknuðu þegar Sjónvarpið flutti þá fregn að bandaríkjaher og Nató ætli að fjárfesta fyrir 14 miljarða hér á landi, og að bandaríski flugherinn ætlaði að koma upp gámaíbúðum fyrir eitt þúsund hermenn á Keflavíkurflugvelli. Mér varð svo mikið um fréttina að mér hvarf […]

Úlfar Þormóðsson 27/07/2019 Meira →
Árétting

Árétting

Þann 20. þessa mánaðar lagði ég fjórar spurningar fyrir ráðamenn þjóðarinnar; þá, eða þann þeirra, sem fyndi hjá sér þörf fyrir að svara. Þær báru yfirskriftina, Er Kaninn að koma? Engum virðist hafa orðið mál. Þess vegna ætla ég að gera þetta aftur. Nú beini ég spurningunum til þingflokks Vinstri grænna. Vg er (var) grænn […]

Úlfar Þormóðsson 23/07/2019 Meira →
Er Kaninn að koma?

Er Kaninn að koma?

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins 20.07.2019 var frá því skýrt að Bandaríkjaher og Nató ætli að fjárfesta fyrir 14 miljarða – fjögur þúsund miljónir króna – hér á landi á næstunni. Mest á Keflavíkurflugvelli. En einnig er ætlunin að lappa upp á gamlar og  úr sér gengnar ratsjárstöðvar á Vestfjörðum, Langanesi og á Stokksnesi. Á Vellinum ætlar bandarísi […]

Úlfar Þormóðsson 20/07/2019 Meira →
Ódýr orð?

Ódýr orð?

Opinber stofnun, sem vafalaust vinnur samkvæmt gildandi lögum, hefur vísað tveimur fjölskyldum úr landi. Þær samanstanda af  tveimur einstæðum foreldrum og fjórum börnum og hafa dvalið hér í marga mánuði, börnin gengið í skóla og eignast félaga og vini. Þeim líður vel hérlendis. En. Nú stendur til að senda börnin og foreldra þeirra til Grikklands. […]

Úlfar Þormóðsson 04/07/2019 Meira →
Lifandi vísindi

Lifandi vísindi

Þótt rannsóknir séu dýrar eru þær afar mikilvægar; ómetanlegar fyrir framþróunina, svo ekki sé meira sagt. Það er til að mynda erfitt að hugsa sér hver staða íbúðaleigjanda yrði í framtíðinni ef Íbúðalánasjóður hefði beðið með að kaupa af rannsóknarfyrirtækinu Zenter, skýrslu þar sem sérfræðingarnir komast að þeirri óvæntu niðurstöðu eftir tímafrekar rannsóknir að leigjendur […]

Úlfar Þormóðsson 26/06/2019 Meira →
Hjálpið manninum!

Hjálpið manninum!

Það er alkunna að stjórnmálaskríbentar bregði fyrir sig ýkjum og ósannindum þegar þeim þykir henta. Hitt er óvanalegt að ritstjóri Morgunblaðsins semji falsfrétt. Þetta gerðist þó í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag, 08.06.2019. Þar stendur og er verið að segja frá 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins: “ Fyrsti heiðursgestur flokksins var nýbúinn að lýsa því yfir að […]

Úlfar Þormóðsson 08/06/2019 Meira →
Vanfær til vits og vinnu

Vanfær til vits og vinnu

Ég get ekki stillt mig um að segja frá samtali sem ég hleraði. Ég sat á sólskinsbekk á Austurvelli. Fullorðin kona og unglingspiltur komu þar að og settust á bekkinn hjá mér. Við þekktumst ekki og þögðum þar til konan spurði strákinn: “Var ég búinn að segja þér frá honum Dodda frænda þínum?” “Það man […]

Úlfar Þormóðsson 05/06/2019 Meira →
Minnispunktur

Minnispunktur

Það ert ástæða til að muna þetta sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi nú í kvöld og birtist á mbl.is: „Sag­an kenn­ir okkur að það er í um­hverfi efasemda sem minni spá­menn sjá sér leik á borði og breyta efa­semd­um í ótta. Þeir vita sem er að þegar fólk er […]

Úlfar Þormóðsson 29/05/2019 Meira →
Verum algáðir -kærum forseta!

Verum algáðir -kærum forseta!

Samkvæmt mbl.is klukkan 12:27 hafa samtökin Orkan okkar óskað eftir því, “að Vinnu­eft­ir­litið og/​eða lög­regl­an grípi til aðgerða vegna yf­ir­stand­andi brota á Alþingi á lög­um um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi  á vinnu­stöðum,” og af­hentu Vinnu­eft­ir­lit­inu kæru þess efn­is í morgun. Nú hafa Miðflokksmenn talað við sjálfa sig á alþingi dag eftir dag, kvöld eftir kvöld […]

Úlfar Þormóðsson 27/05/2019 Meira →
Bárufleygur

Bárufleygur

Þeir voru glaðir á þinginu í dag, Klausturbræður og systir þeirra. Þau voru fjögur í þingsal auk forseta og starfsmanns skrifstofunnar. Og þau ræddu um orkupakkann, systkinin. Hvert við annað. Hrósuðu hvort öðru fyrir þekkinguna á honum, brostu hvert til annars og fóru fögrum orðum um málflutning hvers annars og spurðu hvort annað spjörunum úr […]

Úlfar Þormóðsson 22/05/2019 Meira →
0,687