
Karl Th. Birgisson
Þeir ljúga blákalt
Forsvarsmenn Geysissvæðisins hafa verið staðnir að því að ljúga blákalt að alþjóð. Garðar Eiríksson sagði í kvöldfréttunum í gær að Ögmundur Jónasson og fylgdarlið hefðu komizt ókeypis inn á svæðið af því að þar hefði staðið yfir eitthvert sunnlenzkt kynningarátak. En skrýtin tilviljun, hugsar útvarpshlustandi þá. Hmm. Bergsteinn Sigurðsson í morgunútvarpi Rásar 2 gerði meira […]
Mokað úr tómri tunnu
Látum vera að Framsóknarflokkurinn hafi líka svikið kosningaloforðið um 300 milljarða skuldalækkun á kostnað hrægammanna (Illugi Jökulsson rekur skýr orð forsætisráðherra þar um hér). Við því var að búast eftir aðildarumsóknar-afferuna. Látum líka vera að upphæðin sé aðeins um 150 milljarðar og að helminginn eigi fólk sjálft að borga með sparnaði sínum. Hitt er verst […]
Hér er komin Herðubreið
Hér lítur dagsins ljós endurnýjaður vefur tímaritsins Herðubreiðar. Hlutverk hans er svipað og tímaritsins — að spegla samtíma okkar og samfélag í vel skrifuðum texta. Hið „pólitíska“ erindi er að stuðla að eðlilegu samfélagi og þykir víst sumum nóg færzt í fang. Þessu hlutverki viljum við sinna í sama takti og áður, þ.e. við viljum fremur greina […]
Af mannasiðum
Eftir nokkurra mánaða valdasetu hefur eitt megineinkenni nýrrar forystu Framsóknarflokksins komið skýrt í ljós: Hún kann ekki mannasiði. Hún umgengst völd eins og hún hafi eignazt þau, en ekki verið falin þau um stundarsakir til að gæta hagsmuna almennings. Þannig leyfir umhverfisráðherrann sölu á ólöglegum matvælum af því að hann kemst upp með það. Hann veður líka yfir fólk og hrekur burt ráðuneytisstjórann sinn af því að […]