Guðmundur Gunnarsson
Hvers vegna lífeyriskerfi?
Allnokkrir hafa verið að skrifast á við mig á facebook vegna ummæla minna fyrir nokkru þegar þekktur spjallþáttastjórnandi sagðist ekki vilja taka þátt í lögbundnum skyldusparnaði. Ég hef svarað þessu eftir bestu getu í kommenta kerfum. Reyndar verður að segjast eins það er að sumu er ekki hægt að svara. Ef menn vilja meina að […]
ASÍ
Hún er alloft harla einkennileg umræðan um ASÍ og oftast er hún reist á innistæðulausum fullyrðingum einstaklinga sem hafa þann tilgang einan að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra og þá verður forseti ASÍ æði oft skotmarkið. ASÍ er skrifstofa sem er rekinn af landssamböndum launamanna á almenna vinnumarkaðnum. Til þessa reksturs var stofnað […]
Valdstjórnin veitist að Þórsmörk
Ósvífni ráðandi afla í samfélagi okkar í dag gagnvart náttúrunni og vilja fólksins í landinu á sér að því virðist engin takmörk þessa dagana. Sorgardagur í náttúruvernd Yfirítölunefnd hefur nú úrskurðað um beit á Almenninga í Rangárþingi eystra. Tveir nefndarmenn af þremur komust að þeirri niðurstöðu að leyfa mætti beit 60 lambáa […]
Aðdragandi Þjóðarsáttarinnar
Undanfarið hefur töluvert verið rætt um aðdraganda og gerð Þjóðarsáttarinnar árið 1990. Undirritaður var einn af þeim sem tók þátt í miklum nefndarstörfum á vegum ASÍ á þessum árum þegar undirbúningur þessa umtalaða samnings hófst árið 1988 og sú vinna stóð í 4 ár. Mikið þurfti til þess að ná samtakti innan verkalýðshreyfingarinnar og síðan […]
Stórsigur fyrir verkfallsglaða
Niðurstaða Félagsdóms í gær er kostuleg. Reyndar vanhugsuð, mótsagnarkennd og stórfurðuleg. Undanfarna tvo áratugi eða svo hafa í vaxandi mæli, og reyndar vegna kröfu frá SA, verið farið yfir í gerð vinnustaðasamninga í Karphúsinu í stað þess að hvert félag geri sinn samning. Í þessu sambandi má t.d. benda á álverin. Innan RSÍ […]
Aðför að náttúrunni
Ósnotin víðerni og önnur náttúruleg svæði eru mikilvæg auðlind sem skapað mikinn fjölda starfa og eru í dag orðin ein helsta tekjulind okkar ásamt því að vera þýðingarmikill þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Varðveisla ósnortinna víðerna eru þannig í dag orðin ein helsta grunnstoð íslensks samfélags. Í samtölum við ferðamenn sem hingað hafa komið er áberandi […]
Um verðtryggingu launa.
Hún kemur reglulega upp umræðan um hvers vegna laun séu ekki bundin við einhverja vísitölu. Í sambandi við þetta er ástæða til þess að rifja upp að á fyrri hluta níunda áratugarins var mörgum verkalýðsforingjum orðið ljóst að verðtrygging launa hafði haft alvarleg áhrif á efnahagslífið, en ekki bara það verðtrygging stuðlaði að fastbinda hlutfall milli launakerfa […]
Ótrúlegt þekkingarleysi bankastjóra Arionbanka
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, bendir á það í Viðskipta-Mogganum í dag að í umræðu um vexti og vaxtamun þurfi að hafa í huga að ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða upp á 3,5% raunávöxtun setji ákveðið vaxtagólf sem hefur ekkert með vaxtamuninn í bönkunum að gera. Það er vitanlega skelfilegt að bankastjóri skuli láta hafa þetta eftir […]
Uppgjör milli launamanna og stefnu forsætisráðherra.
Því er ákveðið haldið að almenning á Íslandi að krónan sé bjarghringur Íslands af tilteknum hópi fólks. Krónan er góð fyrir skuldlaust efnafólk, sem í reglulegum gengisfellingum krónunnar er gert sífellt ríkara með stórkostlegum eignatilfærslum innan íslensks samfélags. Í umræðum um stöðu okkar í efnahagslega séð er rætt eins og líf hafi byrjað á Íslandi […]
Ólafur Thors
RÚV varði óvenjulega löngum tíma í fréttatíma gærkvöldsins tilþess að útvarpa ræðu Davíðs Oddssonar um Ólaf Thors. Ólafur var um margt stórbrotin persónuleiki og vinsæll. En það birtist til önnur hlið á sögu hans ef hún er skoðuð frá sjónarhorni launamanna og þeim gögnum sem eru tiltæk þar um. Ólafur Thors (1892–1964) var framkvæmdastjóri Kveldúlfs […]
Dúkkuheimili Borgarleikhússins
Jólafrumsýning Borgarleikhússins í ár var eitt af höfuðverkum norrænna leikbókmennta, Dúkkuheimili Ibsens. Þráðurinn í verkinu er spunninn um ung og efnileg hjón, Nóru og eiginmann hennar lögfræðinginn Þorvald Helmer. Framtíðin brosir við þeim þar sem hann er að taka við bankastjórastarfi með góðum tekjum, falleg og hraust börn og hjónin myndarleg. Nóra leggur allt í […]
Staðan í kjarabaráttunni
Haustið 2013 lagðist verkalýðshreyfingin, þeas á almenna vinnumarkaðnum, í töluverða vinnu við að móta langtímastefnu í kjaramálum. Í þeirri vinnu var horft til níunda áratugar síðustu aldar, þar sem verðbólgan hafði farið með himinskautum og náð þriggja stafa tölu. Verkalýðsfélögin sömdu á þessum tíma um tugaprósenta launahækkanir á hverju ári, en þrátt fyrir það tókst […]