trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 27/08/2014

Allt í þessu fína!

„Ég held að ég hafi gert mörg pólitísk mistök í þessu máli, en ég tók mínar ákvarðanir út frá fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum. Meðan ég er með hreina samvisku get ég ekkert verið annað en sátt við sjálfa mig,“ er haft eftir innanríkisráðherranum á netmiðli í dag, 27. ágúst vegna „lekamálsins.“

Svo heyrðust setningar í líkingu við þetta í útvarpi og sjónvarpi í gær:

Stefán er fullorðinn maður og lögreglustjóri í Reykjavik. Þetta er hans upplifun af samtölum okkar um þetta leiðinda mál. Mín upplifun af var ekki þessi. Ég hef hreina samvisku.

Ég hef sinnt málum eins vel og ég gat. Ég hef ekkert brotið af mér! Samt hef ég sagt mig frá dómsmálum. Ég hef hreina samvisku.

Þá sást á netmiðli að Guðlaugur Þór alþingismaður, þjóðkunnur fyrir góða dómgreind og ríka siðferðisvitund, telur ráðherra ekki liggja undir grun um neitt rangt. Þarf þá nokkuð frekari vitna við, hvað sem þessi setning merkir?

Þjóðþekktur húmoristi, Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir á bloggi sínu: „Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra stígur fram á fjölmiðlavöllinn og svarar spurningum um lekamálið af miklu öryggi í Stöð 2 og Kastljósi.“

Er þá ekki bara allt í þessu fína?

Eigi að síður lauma tvær spurningar sér fram: Hvernig er samviska innanríkisráðherrans í laginu? Er „eins vel og ég gat“ nógu gott?

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,543