Ikea
Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér síðustu daga, svo mikið reyndar að ég opnaði ekki Ikea-bæklinginn fyrr en næstum viku eftir að hann barst inn á heimilið. Viku! Það er heil eilífð þegar brakandi ferskur Ikea-bæklingur er annars vegar. Á þessari viku hef ég séð glitta í allnokkrar bloggfærslur um allt þetta nýja og fína í listanum sem freistar. Það er auðvitað nóg af því eins og venjulega en það er líka margt svolítið undarlegt í listanum – líka eins og venjulega.

Forever alone? Mátti ekki splæsa í annan krakka á þessa mynd, svona fyrst það er verið að spila bílaleik fyrir tvo?

Húsbílar? Í þessi skipti sem ég hef íhugað að flytja í Ikea hafa útstillingarnar nú heillað mig meira en bílastæðin.

Þessi tók ekki af sér sólgleraugun fyrr en rétt áður en hann lagðist upp í. Hver býr eiginlega þarna? Bubbi?
- Börn í blindhæðarússíbana, daglegar ferðir í boði - 30/10/2014
- Della - 09/09/2014
- Ikea - 08/09/2014