Vor
Um morguninn
þegar hún vaknaði
var það þar
Hún vissi af því
áður en hún opnaði augun
Það lá í loftinu
Hún fann fyrir návist þess
eins og það væri manneskja
eða guð
Hún fékk tár í augun
og sagði fagnandi við daginn:
Það er gaman að vera til
Vilborg Dagbjartsdóttir
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020