Viktoría og Árni Páll
Um þann hræðilega atburð þegar Edward Oxford sýndi Viktoríu Bretadrottningu banatilræði sem tókst ekki betur til en svo að drottning ríkti í 61 ár eftir það.
Drottningin drambi firrta
svo dýrleg með hreina sál,
Viktoría hin virta,
voldug – en laus við prjál.
Þó vildi þessa myrta
þrjótur með svik og tál,
svo heimsveldis bliknaði birta
er byssunnar hæfði stál.
Ei náði í ál þó að syrta,
sú eilífa reyndist of hál.
– Eins er með Árna Pál.
Bjarki Karlsson
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020