trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 14/11/2018

viii [korsíka er víða]

Þegar ég var barn

sá ég bíómynd

um tvo menn

 

Þegar annar varð

fyrir hnjaski

meiddi hinn sig

 

Þar með gátu þeir framið

öll sín axarsköft

án afleiðinga

fyrir sjálfa sig

 

Það var hinn sem upplifði sársaukann

 

Þetta var allt mjög fyndið í minningunni

 

Það sem er ekki jafn fyndið

í minningunni

er að þegar ég drakk

fékkst þú marbletti

 

Stefán Bogi Sveinsson, Ópus (Hási kisi, 2018)
———-
Með bókinni fylgja upptökur af upplestri höfundar við undirleik Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar. Dæmi má heyra hér:

Flokkun : Ljóðið
1,697