trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 06/05/2016

Við lónið

Endar ferð
við fölbláan jökulinnÞorsteinn Bergsson
veltast morugir drangjakar
í djúpinu kalda
sem þó er of hlýtt fyrir þá

Eins og hugur minn
umfaðmar þig
djúpur
kaldur
en þó nógu hlýr til að bræða
okkur saman
uns við rennum
um síðir
út í saltan og kvikan
sjóinn

á liggjandanum
hverfa lífs mörk og dauða
og vant er að segja
hvert verður haldið
þaðan

Þorsteinn Bergsson á Unaósi

Flokkun : Ljóðið
1,428