trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 30/11/2014

Verkurinn

Linda VilhjálmsdóttirEftir Lindu Vilhjálmsdóttur

verkurinn

sem ég skildi ekki

vildi kannski ekki skilja

 

efaðist um

spurði ekki um

og hæddist að jafnvel

 

verkurinn

sem skildi okkur að

á endanum

 

svo sár

að ég get ekki skilið hann nú

vil aldrei skilja hann til fulls

 

í alvöru aldrei

ég finn nóg til í götóttri áru

og skil loksins meinið

skil orðið draugaverk

 

Linda Vilhjálmsdóttir (Öll fallegu orðin, 2000)

Flokkun : Ljóðið
1,575