Verkurinn
verkurinn
sem ég skildi ekki
vildi kannski ekki skilja
efaðist um
spurði ekki um
og hæddist að jafnvel
verkurinn
sem skildi okkur að
á endanum
svo sár
að ég get ekki skilið hann nú
vil aldrei skilja hann til fulls
í alvöru aldrei
ég finn nóg til í götóttri áru
og skil loksins meinið
skil orðið draugaverk
Linda Vilhjálmsdóttir (Öll fallegu orðin, 2000)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020