trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 16/06/2014

Varnarmaðurinn og boltinn

Elísabet K. JökulsdóttirHann var alltaf að verjast, hrinti frá sér, ýtti frá sér, lokaði fyrir, skipti um umræðuefni, slunginn í kaldhæðni og gat meiraðsegja varist með einlægni og hrósi, allt sem hann gerði og sagði, það gerði hann og sagði til þess að verjast, því það var svolítið fyrir innan sem mátti ekki koma í ljós, og mátti bara rétt glytta í, hvort sem það var undir flóðljósum eða ljósum augna hans, svolítið sem hann var alltaf að passa, hann var að passa uppá boltann, því boltinn, já boltinn var einfaldlega það sem hann fæddist með í þennan heim.

Elísabet Jökulsdóttir (Fótboltasögur, 2001)

Flokkun : Ljóðið
1,600