Ritstjóri Herðubreiðar 16/09/2018

Varamannabekkurinn

búið að taka þá út af
og nú sitja þeir gleiðir á varamannabekknum
íklæddir herraslopp og inniskóm

og gæða sér á lífrænum veitingum
umluktir höfugum hormónailmi
meðan þeir bíða þess gramir

að komast aftur í framlínuna
þar sem þeir og aðrir gæðingar
eiga skilyrðislaust heima

Linda Vilhjálmsdóttir, Smáa letrið (Mál og menning, 2018)

(Titill ljóðsins er Herðubreiðar)

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Ljóðið
1,825