trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 15/08/2016

Valdarán

Samkvæmt 6-fréttum Útvarpsins 15.08.´16 spurði Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins iðnaðarráðherra eftir því á alþingi „hver tíu stærstu leigufélögin væru, bæði hvað varðar íbúðar- og atvinnuhúsnæði“. Hann spurði einnig um þróun þessara mála og hvort átæða væri til að hafa áhyggjur af henni.

Heimdallur

Innanríkisráðherra lét starfsmenn Þjóðskrár spreyta sig á þessu. Í svari þeirra segir að ekki sé hægt að afla svara úr fasteignaskrá (sem geymd er á tölvu) nema að fá uppgefnar kennitölur þessara félaga (sem einnig eru geymdar á tölvu). Í svarinu er bent á að innan eins leigufélags séu oftast nokkur félög saman komin (upplýsingar um þau eru inni á tölvu), hvert með sína kennitölu (sem vistuð eru á tölvu) og því verði jafnframt að liggja fyrir upplýsingar um hvaða kennitölur myndi eitt leigufélag og Þjóðskrá Íslands búi ekki yfir upplýsingum um eignarhald á þessum félögum.

„Með vísan til þessara upplýsinga, segir í svarinu, telur ráðuneytið sér ekki fært að svara fyrirspurninni með fullnægjandi hætti“, segir undir lok fréttarinnar.

Sum sé: Allar upplýsingar eru inni á tölvu. Tölvan neitar að svara. Ef þetta merkir ekki að tölvan hafi tekið völdin af ráðherranum og starfsmönnum hans þá er verið að nota hana sem sektarlamb til þess að fela óþægileg sannindi á viðsjárverðum tímum. Hlálegt atarna, eða kannski ámátlegt?

Hvað sem um þetta er veit innanríkisráðherra hins vegar allt sem vert er að vita um sum viðkvæm mál. Þetta mátti sjá á Vísi.is rétt í þessu (kl. 21:00): Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.

Kannski er tölvan enn að.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,231