trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 30/04/2016

Útsala

Það getur verið fjandanum erfiðara að segja satt. Margir sem hlustuðum á forsetann (ÓRG) lýsa því yfir í beinni útsendingu að hann yrði að vera forseti næstu fjögur árin að minnsta kosti, vegna óróa í samfélaginu, fengu á tilinninguna að hann væri ekki að segja satt; hann bara langaði til þess að vera forseti áfram og hitta höfðingja í höllum heimsins. Og nú situr hann sjötugsafmælisveislu Svíakonungs í góðu yfirlæti.

Bjarni BenediktssonFjármálaráðherrann (BB) beiti allri orku sinni til þess að endurlífga stjórn Framsóknarflokksins þegar hún splundraðist fyrir mánuði síðan eða svo. Sagði að það væri til þess að koma „þjóðhagslega mikilvægum“ málum í gegn um þingið og nefndi nokkur mál, sem allgóð samstaða var um á þinginu. En BB sagði ekki allan sannleikann. En nú er hann hins vegar að koma í ljós: Ríkisstjórnin vildi umfram allt hafa útsölu á ríkiseignum áður en hún sleppti stjórnartaumunum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð.“BB Fréttablaðinu í dag, 30.04.’16. Það á að „vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn“, segir hann líka, fjármálaráðherra ríkisins.

Og það á að selja fjöldann allan af fyrirtækjum á útsölunni áður en til valda kemst ríkisstjórn sem er andvíg útsölum á eigum okkar. Meðal annars hluta í Sjóvá, Lyfju, Donhop, Reitum, Auði Capital, Eimskip og Lýsingu. Og fleiri og fleiri. Allt þetta í einu, svo að nýir kaupendur þurfi ekki að borga eins mikið fyrir það og kannski líka til þess að þeim gefist færi á að flytja gjaldeyri úr skattaaparadísum og kaupa krónur með afslætti til að þess að eignast aftur það sem tapaðist í Hruninu (sem var þessum hinum öllum að kenna). Það er vegna þessa gjörnings, útsölunnar, sem BB og framsókn þótti svo nauðsynlegt að sitja áfram við stjórnvölin.

En svo er annar flötur á málinu. Hann er varla skárri: Að bæði ÓRG og BB hafi talið sig vera að segja satt þegar þeir voru að fegra sig fyrir okkur.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,338