Úr hrundum borgum
þegar peningatankur
við Lækjargötu
var rifinn
stóðu
steypustyrktarjárnin eftir
og krulluðust út í loftið
skurðgröfur
tættu stoðkerfið
sundur
og steypustyrktarjárnin
stóðu út í loftið eins og taugaendar
ofurviðkvæmir nemar
sem vældu þegar vindurinn
þaut hjá
það er kallað
draugaverkur
þegar manneskja
skynjar sársauka
í lim sem hún hefur misst
ég sakna.
Haukur Ingvarsson, Vistarverur (Forlagið, 2018)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020