trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 15/05/2015

Tölvuárás setti Herðubreið á hliðina. „Neyðarástand,“ segir hýsingarfyrirtæki

HerðubreiðRitstjórn og pennar Herðubreiðar hafa átt í miklum vandræðum undanfarna daga með að setja inn efni á vefinn. Þessi vandi átti sér óvæntar skýringar.

Þegar aðstandendur Herðubreiðar spurðust fyrir um vandann kom í ljós að það sem heitir á ensku tölvumáli „bug“ og er „extremely serious“ í þokkabót herjaði á hýsingarfyrirtæki Herðubreiðar, 1984, og fjölda annarra um heim allan. Í samskiptum við Herðubreið lýsti fulltrúi 1984 stöðunni sem „neyðarástandi.“

Þessi truflun olli því einnig að Herðubreið lá niðri um töluverðan tíma í gær. Vandinn hefur nú verið leystur, og um leið og Herðubreið þakkar 1984 snöfurmannleg og fagleg viðbrögð biður hún lesendur forláts á þessum leiðindum. Herðubreið heldur nú áfram sinni skriðþungu göngu sem aldrei fyrr.

Ofangreindur ófögnuður heitir Venom – eiginlega munnkirtlaeitur, svo sem þekkist í eiturslöngum. Herðubreið skortir þekkingu til að lýsa honum frekar, en lesa má um hann meðal annars á þessum vefslóðum:

http://arstechnica.com/security/2015/05/extremely-serious-virtual-machine-bug-threatens-cloud-providers-everywhere/

http://venom.crowdstrike.com

Rétt er að taka fram, að ekkert bendir ennþá til þess að erlendir kröfuhafar hafi staðið á bak við þessa árás, en fyllsta ástæða er þó til þess að rannsaka það sérstaklega.

Flokkun : Efst á baugi
1,600