trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 09/09/2016

Titringur og trúnaðarbrot innan Samfylkingar

Svo virðist sem kjörskrá Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins um helgina hafi ratað til fjölmiðla.Samfylkingin

Yfir kjörskránni á að hvíla leynd og því er um trúnaðarbrot að ræða.

Í prófkjörinu hafa atkvæðisrétt skráðir félagar og þeir sem skráðu sig sérstaklega sem stuðningsmenn flokksins fyrir prófkjörið. Hvorki félagatal flokksins né stuðningsmannalistinn teljast vera opinber gögn og eru bundin trúnaði.

Kjörstjórnir hafa þó eðli málsins samkvæmt aðgang að þeim, svo og frambjóðendur í prófkjörinu og eftir atvikum starfsmenn og/eða aðstoðarmenn þeirra.

Algengt er í prófkjörum að kjörskrár séu notaðar til úthringinga og sms-sendinga.

Í frétt Stundarinnar í gærkvöldi er fullyrt að um fimmtungur þeirra, sem er að finna á stuðningsmannalistanum, sé ´nýbúar´, þ.e. nýlegir innflytjendur, um 120 manns. Þessu hefur ekki verið andmælt og virðist blaðamaður Stundarinnar hafa haft aðgang að listanum.

Ólíklegt þykir að 120 innflytjendur af ólíku þjóðerni hafi tekið sig saman um að skrá sig á stuðningsmannalista flokksins og því er sennilegt að um fremur óvenjulega smölun sé að ræða. Af því má álykta að hart sé tekist á.

Allajafna er töluverður titringur innan stjórnmálaflokka þegar prófkjör standa yfir, en hann er óvenjumikill hjá Samfylkingunni núna. Hvort tveggja kemur til, trúnaðarbrotið og hin óhefðbundna söfnun stuðningsmanna.

 

Flokkun : Efst á baugi
1,613