trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 23/06/2015

Þula

Eftir Theodoru ThoroddsenTheodora Thoroddsen

Gekk eg upp í Álfahvamm

um aftanskeið,

huldusveinninn ungi

eftir mér beið.

Þið skuluð ekki sjá hann,

því síður fá hann.

Eg á hann ein,

eg á ein minn álfasvein.

Hann á brynju og bjarta skálm,

bláan skjöld og gyltan hjálm,

hann er knár og karlmannlegur

kvikur á fæti,

minn sveinninn mæti,

herðabreiður og hermannlegur,

höndin hvít og smá,

augun djörf og dimmblá

dökkri undir brá.

Allar friðar álfameyjar i hann vildu ná.

En þó þær heilli og hjúfri

hann þær aldrei fá,

því hann vill bara menska mey,

mér því skýrði hann frá,

þegar eg fann hann fyrsta sinn

hjá fossinum háa

og berginu bláa.

Nú er runninn röðullinn,

rökkvar milli hlíða.

„Svanurinn syngur víða.“

Viðsjálft er í Álfahvammi um aftanskeið að biða.

Heit og mjúk er hendin þín,

hjartakollan mín.

Við skulum stíga dansinn þar til dagur skín.

Glatt var með álfum,

gekk eg með honum sjálfum.

Margt ber til um miðja nótt hjá mánanum hálfum.

Hamarinn stóð í hálfa gátt

huldumeyjar léku dátt,

heyrði eg fagran hörpuslátt.

höllin lék á þræði,

heilla huldu kvæði.

Þegar litið lifði af nátt

labbaði eg mig heim,

en „eg get ekki sofið fyrir söngvunum þeim“.

Theodora Thoroddsen (1863-1954)

Flokkun : Ljóðið
1,607