Þökk
Maður kemur skemmdur eða skældur,
skjálfandi sem illa krypplað blað,
en hvað sem maður virðist vera spældur
er vænleg blómarós í hverjum stað.
Og þannig birtist guðdómlegur garður
sem græðir mann uns verōldin er hlý
og sama hvað þú vilt oft vera harður
þá vaknar í þér þōkk og mýkt á ný.
Sigurður Ingólfsson (ort á Landspítalanum)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020