Þegar þú grætur
Sorgin reisir hallir
í hafdjúpi þinna augna
hafdjúpi hreinu, bláu
meðan hljóðlátt þú grætur.
Útlæg verður gleðin
sem áður þar bjó.
Ekki tjaldar sorgin
til einnar nætur.
Hannes Pétursson
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020