trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 11/10/2016

Þegar kólnar

Eftir Eyþór Árnason

Þegar kólnar
krosslegg ég armanaEyþór Árnason

loka mig af til að verjast
frostbitnum spjótalögum
vetrarins

Í vor bretti ég upp ermarnar
og ber sólarljós í sárin

Þegar haustar
blasa við falleg ör
sem bera karlmennskunni vitni

og ég legg ódeigur
í einn veturinn enn

Eyþór Árnason, Ég sef ekki í draumheldum náttfötum (Veröld, 2016)

 

Flokkun : Ljóðið
1,385