trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 01/04/2014

Tekjuháir karlar á höfuðborgarsvæði vilja helst nýjan Sjálfstæðisflokk. Tæp 40 prósent gætu kosið framboðið

Tæp fjörutíu prósent aðspurðra í könnun MMR gætu hugsað sér að kjósa nýtt framboð hægri manna, „sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins,“ eins og það var orðað í spurningunni.Falki

Þetta er meiri stuðningur en mælst hefur við önnur hugsanleg ný framboð á undanförnum árum. MMR vísar í kannanir á hugsanlegu fylgi Bjartrar framtíðar og framboðs Lilju Mósesdóttur, sem mældist um 23-24 prósent.

Mjög afgerandi munur er á afstöðu kynjanna. Næstum helmingur karla gæti hugsað sér að styðja framboðið, en aðeins um fjórðungur kvenna. Þá er greinilegur munur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, 28 prósent annars vegar og 44 prósent hins vegar.

Langmests fylgi nýtur hugmyndin um framboð þó meðal þeirra sem hafa tekjur yfir 800 þúsund á mánuði, eða næstum 56 prósent.

Um helmingur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast gætu hugsað sér að kjósa framboðið, svo og rúmlega helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð.

Nánari greiningu á tölunum má sjá á vef MMR.

Flokkun : Efst á baugi
1,604