trusted online casino malaysia
Margrét Tryggvadóttir 15/01/2015

Takk Sjálfstæðisflokkur!

Á mánudaginn skrifaði ég pistilinn „Hatur sem viðskiptahugmynd“ hér á Herðubreiðinni þar sem ég velti því upp hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að feta í slóð Framsóknarflokksins í daðri við útlendingaandúð og íslamófóbíu. Greinina skrifaði ég í kjölfar afar heimskulegrar greinar Ásmundar Friðrikssonar í DV þar sem hann gerði það að tillögu sinni að framin væru stórfelld mannréttindabrot á múslimum hér á landi, allt í nafni öryggis borgaranna. Þegar ég skrifaði pistilinn minn hafði ekkert heyrst frá forystu flokksins en ungliðar og borgarfulltrúar fordæmt ummælin.

Það breyttist stuttu síðar. Þegar ég fór að sofa höfðu helstu valdamenn flokksins; fjölmargir þingmenn, ráðherrar og formaðurinn sagt allt sem segja þurfti, fumlaust og án nokkurs daðurs við þessi fáránlegu sjónarmið. Þar kom nýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, einnig sterk inn.

Þetta var vel gert, afdráttarlaust og beinskeytt og fyrir það ber að þakka.

Takk

 

 

 

 

Flokkun : Pistlar
1,384