Ritstjóri Herðubreiðar 06/04/2014

Svona gæti Lækjargata litið út. Lækurinn færður upp á yfirborðið

Eins og nafnið bendir til er lækur undir Lækjargötu, en langt er síðan hann var settur í stokk og malbikað yfir.Lækjargata

Nú hefur Magnea Guðmundsdóttir arkitekt teiknað upp skemmtilega mynd af því hvernig „endurlífga“ mætti lækinn og breyta götumyndinni.

Hugmyndin felur í sér að helmingi núverandi akstursleiðar verði breytt í eins konar síki eins og þekkt eru í ýmsum borgum.

Magnea skipar 6.sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.

Herðubreið veitir því athygli að á mynd Magneu er ekki glampandi sól, grænlaufguð tré og léttklætt fólk, eins og undantekningalítið er í myndum af tillögum arkitekta.

Hjá Magneu er að vísu léttskýjað, en nakin tré, blautar götur og kappklætt fólk, eins og reyndin er flesta mánuði ársins.

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Efst á baugi
0,787