Svona gæti Lækjargata litið út. Lækurinn færður upp á yfirborðið
Eins og nafnið bendir til er lækur undir Lækjargötu, en langt er síðan hann var settur í stokk og malbikað yfir.
Nú hefur Magnea Guðmundsdóttir arkitekt teiknað upp skemmtilega mynd af því hvernig „endurlífga“ mætti lækinn og breyta götumyndinni.
Hugmyndin felur í sér að helmingi núverandi akstursleiðar verði breytt í eins konar síki eins og þekkt eru í ýmsum borgum.
Magnea skipar 6.sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Herðubreið veitir því athygli að á mynd Magneu er ekki glampandi sól, grænlaufguð tré og léttklætt fólk, eins og undantekningalítið er í myndum af tillögum arkitekta.
Hjá Magneu er að vísu léttskýjað, en nakin tré, blautar götur og kappklætt fólk, eins og reyndin er flesta mánuði ársins.
- Örlítil greining á ummælum formanns stjórnmálaflokks - 04/04/2021
- Offramboð á ónothæfum röksemdum - 14/03/2021
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021