trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 07/10/2014

Stúlkan þín

Sigríður með frænku sinni, Hlldóru B. Björnsson (Mynd: Sfnhús Borgrfjrðr)

Sigríður með frænku sinni, Halldóru B. Björnsson (Mynd: Safnahús Borgarfjarðar)

Eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi

Hún var svo stolt og stássleg

stúlkan þér við hlið.

Ég sá ykkur koma saman

og saman fóruð þið.

 

Saman í sveitina bæði,

því sumargræn eru tún.

– Þú veizt ei hve eg vildi

vera orðin hún.

 

Í kvöld eru fjöllin og fellin

með fjólubláum lit.

– Nú hljóðna hófaslögin

og hverfa í lágum þyt.

 

Margrét Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi (1893-1973)

Flokkun : Ljóðið
2,583