trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 14/05/2018

Stöðugt ístöðuleysi

Í dag, 14. maí 2018, birtast tvær flakkarasögur í mbl.is. Á annarri er hörkuleg fyrirsögn, Fjandsamleg yfirtaka.  Þar er sagt frá því að 17 einstaklingar hafa flutt lögheimili sín í Árneshrepp á Ströndum. Þykir augljóst að þeir geri það til að taka þátt í byggðakosningum þar seinna í mánuðinum, en í hreppnum er hart tekist á um virkjunarmál. Líkur eru taldar benda til að hinir aðfluttu séu á móti landspjöllum sem óhjákvæmilega fylgja stórframkvæmdum og ætli sér  að kjósa gegn þeim.

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir um uppátæki sautjánmenninganna: „Ég velti fyr­ir mér hvert við séum kom­in þegar stefn­ir í fjand­sam­lega yf­ir­töku á sveit­ar­fé­lög­um.”

Hin flakkarasagan ber þá hlutlausu yfirskrift Flytur lögheimilið. Þar segir frá stöðugu ístöðuleysi Sigmundar Davíðs, ef svo má að orði komast. Fréttin er svona:

 

“Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Miðflokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hef­ur flutt lög­heim­ili sitt í Garðabæ.

Sig­mund­ur var áður til heim­il­is í Aðalstræti 6 á Ak­ur­eyri í húsi í eigu fjöl­skyldu Önnu Kol­brún­ar Árna­dótt­ur, þing­manns Miðflokks­ins. Hann flutti lög­heim­ilið sitt þangað í des­em­ber í fyrra eft­ir að fyrri lög­heim­il­is­skrán­ing var kærð skömmu eft­ir kosn­ing­ar.

Sig­mund­ur Davíð, sem hef­ur um ára­bil verið þingmaður fyr­ir Norðaust­ur­kjör­dæmi, flutti lög­heim­ili sitt á eyðibýlið Hrafna­björg III í Jök­uls­ár­hlíð fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2013.

Sig­mund­ur Davíð bjó hins veg­ar hvorki þar né á Ak­ur­eyri, held­ur á höfuðborg­ar­svæðinu.”

Enginn, og ekki Haraldur Benediktsson, var fenginn til þess að geta sér til um ástæður fyrir flandri Sigmundar Davíðs.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,696