spurðu
spurðu
án þess að vænta svars
endurtaktu
þannig lifirðu
gerðu mistök
þér verður fyrirgefið
hafðu ekki áhyggjur
af því að þú
sért ekki þú sjálfur
því þá gerirðu lítið annað
vittu
að í hjartanu
er land þitt og vegabréf
Egill Ólafsson (Kysstu kysstu steininn, 2006)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020