Spilaborgir
Rústir spilaborganna eru léttar
nema þeim sem lögðu allt undir
Ennþá lifir ljós
í sléttum og felldum byggingum
Vel má vera að eitthvað kvikt
leynist
Í andlitinu gluggi
með blómapottum og gluggatjöldum
Það er enginn í glugganum núna
En það er kveikt
Samt
Ljós
Sem áður
Sigurður Pálsson (Ljóð námu menn, 1988)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021