trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 09/04/2014

Sonnetta (um Tímann) nr. 60

Sem hrynji bylgjur hafs við fjöruklett,
svo hratt er ævistunda svipult skeið;
í órofs-flaumi áfram jafnt og þétt
ber augnablikin hvert um annars leið.

Bernska, sem fyrr var björtu ljósi skírð,
er brátt af manndóms sigurlaufi krýnd,
en hokinn skuggi hylur þroskans dýrð,
unz hremmir Skuld þá gjöf, er fyrr var sýnd.

Svo skárar tíminn æsku-vorsins völl,
á vanga rjóðan sker sitt fangamark;
hann vígir ljánum vænstu blómin öll
og virðir hvorki þrótt né djarfan kjark.

Samt verða ljóð mín aldrei yfirskyggð
– né allt mitt lof um þig – af tímans sigð.

William Shakespeare (Þýðing: Helgi Hálfdanarson)

Benedikt Árnason leikstjóri var borinn til grafar 8. apríl. Sonur hans, Einar Örn Benediktsson, rifjaði upp kvæði Shakespeares og Helga af því tilefni.

Flokkun : Ljóðið
1,640