trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 13/04/2014

Sonnetta [Hin svokölluðu skáld]

Ég og dauðinn drukkum saman skál

og dreyra og galli blandin var sú teiti.

Ég spurði vinsamlega veistu hvað ég heiti

það vissi hann og girntist mína sál.

 

Og hann sagði það er dásamlegt að deyja

og dökklituðum heimi sjá að baki

og eilíflega yfir þér ég vaki

svo enga glímu framar þarftu að heyja.

 

Mér fannst um stund það væri vinargreiði

og vildi svífa yfir höfin rökkurblá

svo kviknaði eitthvað sem kallast stundum þrá

sem kynjagaldur burt hvarf allur leiði.

 

Og birtan óx og brá á sérhvern stein

á burtu hurfu sár og innanmein.

 

Valdimar Tómasson (Sonettugeigur, 2013) (eitt „Hinna svokölluðu skálda“)

Flokkun : Ljóðið
1,366