Sólbráð
Eftir Ólöfu Sigurðardóttur
Sólbráðin sezt upp á jakann,
sezt inn í fangið á hjarni.
Kinn sína leggur við klakann,
kát eins og augun í barni.
Seytlan úr sporunum sprettir,
spriklar sem glaðasta skrýtla.
Gutlandi, litlir og léttir,
lækirnir niðr eftir trítla.
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020