trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 19/05/2015

Söguleg ræða Halldórs í Berlín: Leysum ágreining um sjávarútveg með sérstöku fyrirkomulagi

Halldór ÁsgrímssonHalldór Ásgrímsson heitinn, þá utanríkisráðherra, flutti merka ræðu á fundi í Berlín í mars 2002.

Þar ræddi Halldór í víðu samhengi um stöðu Íslands í Evrópu, svo og samband landsins við Bandaríkin. Mesta athygli vakti þó sá kafli í ræðunni sem fjallaði um sjávarútvegsmál, sem mörgum þótti þá líkt og nú helsta hindrunin fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB gengur út frá því, að fiskistofnar séu sameiginlegir og því þurfi sameiginlega stjórn yfir þeim. Halldór benti á, að af íslenskum afla gilti þetta aðeins um síld og loðnu (þetta var fyrir komu makrílsins), en ekki botnfisk eða aðrar tegundir. Fiskistofnar í íslenskri lögsögu væru því almennt ekki sameiginleg auðlind, ekki frekar en finnsku skógarnir eða breska olían í Norðursjó.

Þess vegna kæmi ekki til greina að Íslendingar afhentu sambandinu stjórn þessara auðlinda.

Hann bauð hins vegar fram lausn í málinu: Að íslensk fiskveiðilögsaga yrði gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegu fiskveiðistefnunnar og að hún lyti áfram íslenskum yfirráðum með sérstöku samkomulagi þar um. Halldór vitnaði til fordæma um slíka samninga, til dæmis þegar heimskautalandbúnaður fékk sérstöðu innan sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar.

Ráðamenn ESB á þessum tíma tóku hugmyndum Halldórs ekki illa og sumir kölluðu þær beinlínis athyglisverðar. Ræðu Halldórs (á ensku) má lesa hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,393