trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 04/04/2014

Skuldir og staðreyndir

Ritstjóri Eyjunnar fer mikinn í vörn sinni fyrir ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin er líka bullandi vandræðum í skuldamálunum og nú dugar ekkert annað en stanslaus spuni og smjörklípur. Það breytir því samt ekki að stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar er dautt og hrægammarnir horfnir.Þórunn Sveinbjarnardóttir

Vegna skrifa hér á síðunni um hvað fór fram í samstarfi Samfylkingar og Vinstrigrænna á sl. kjörtímabili langar mig að upplýsa lesendur Eyjunnar um eftirfarandi staðreyndir.

Úrlausnir í skuldamálum voru ræddar margsinnis í þingflokki Samfylkingarinnar allt síðasta kjörtímabil. Á árinu 2012 var mikið reynt að þróa leiðir til að mæta fólki með forsendubrest vegna verðtryggðra skulda eftir að Hæstiréttur kvað upp gengislánadóm sinn. Sérstaklega var þá reynt að mæta fólkinu sem keypti eftir að fasteignaverð tók að hækka verulega 2004 og fram að hruni. Vandinn sem stjórnvöld stóðu þá alltaf frammi fyrir var sá að ekki var hægt að fjármagna aðgerðir, því þrotabú föllnu bankanna voru ekki komin í það horf að hægt væri að leggja á þau sérstaka skatta.

Í kosningabaráttunni 2013 lofaði Samfylkingin úrlausn á forsendubrestinum með sérstökum aðgerðum af þessum toga sem myndu kosta 60-80 milljarða og ætti að fjármagna með gjaldi á fjármálageirann. Árni Páll Árnason tók þetta margsinnis fram í kosningabaráttunni. Umfangið var því mjög áþekkt því sem nú hefur verið ákveðið með álagningu bankaskattsins, enda studdi Samfylkingin álagningu hans.

Allar tillögur Samfylkingarinnar allt frá árinu 2012 hafa hins vegar alltaf miðað að því að bæta forsendubrestinn – misvægi eignaverðs og skulda – sem er einungis að finna hjá því fólki sem varð fyrir raunverulegum forsendubresti í hruninu. Tillögur ríkisstjórnarinnar nú ganga hins vegar í þveröfuga átt: Hún mun ekki bæta forsendubrestinn til fulls hjá þeim stóra hópi sem varð fyrir honum og mikill hluti þess hóps mun bera sitt tjón óbætt, en á sama tíma mun hópur fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára fá peningagjöf úr ríkissjóði með leiðréttingunni nú.

Þannig mun t.d. fólk sem keypti húsnæði í bestu hverfum Reykjavíkur á sögulega lágu verði 1995-1998 og tók verðtryggð lán fá bætur nú, jafnvel þótt húsnæðið hafi hækkað miklu meira í verði en sem nemur hækkun lánanna sem tekin voru til að kaupa það.

Það er svo hvers og eins að dæma um réttmæti slíkrar aðgerðar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, 3. apríl 2014

1,465