trusted online casino malaysia
Margrét Tryggvadóttir 11/12/2014

Sjónvarpslausir fimmtudagar

Eftir að hafa brotið heilann um hvern fjárann þessi stjórnarmeirihluti er að reyna er kemur að fjárframlögum til RÚV á næstu árum – eina rökrétta niðurstaðan er að verið sé að reyna að eyðileggja þessa sameiginlegu perlu okkar – hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skárstu viðbrögðin væru sennilega að hætta sjónvarpsútsendingum á fimmtudögum. Það er skárra að gera hlutina almennilega sex daga í viku en illa sjö daga. Þá væri skerðingin líka áþreifanlegri fyrir okkur sem greiðum nefskattinn og viljum fá að gera það áfram sem og hina. Við getum svo hafið sjónvarpsútsendingar að nýju alla daga vikunnar þegar við erum búin að koma stjórninni frá.

 

ruv

Flokkun : Pistlar
1,638