trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 15/11/2015

Sæmd

Af og til verður fólskan svo yfirgengileg að manninn setur hljóðan. Þannig háttar um þann fautaskap sem beitt var í París nú í vikunni. Sem betur fer hefur einstaka mönnum tekist að fjalla um Parísarmorðin af skarpskyggni og bent á hið augljósa sem gjarnan hverfur svo mörgum í andartaks vanmáttarreiði: Látum fólsku annarra hvorki leiða okkur til ofbeldis í orðum né gerðum; þá töpum við mennskunni.Dögg

Í gær stóðu mæðgur fyrir framan franska sendiráðið til þess að votta Frökkum samúð. Sjónvarpið flutti okkur orðsendingu frá þeim: Það er þetta sem Sýrlendingarnir eru að flýja, sögðu þær, tilefnislaus manndráp og hrottaskap. 

Þessi orð þeirra ættum við að hafa í huga þegar við tökum á móti þeim sem hingað koma að leita skjóls undan grimmdarmorðum.

En því miður vekur illmennskan líka upp í okkur hræðslu. Henni fylgir oft skammsýni. Og hulin heimska mætustu manna fær líftaug með óttanum sem fer um þá. Einn slíkur skrifar á bloggið sitt:

„Hér hjá okkur verða úrtöluraddir háværar þegar vakið er máls á nauðsyn þess að gæta öryggis ríkisins.  Það eitt að hlusta á þær er varhugavert.“

Þetta hljómar sjálfsagt hvorki illa né heimskulega í eyrum einhverra. En. Samt sem áður eru þetta enn ein upphafsorð umræðunnar um hervæðingu hugans, að byssuvæddri lögreglu með auknu óöryggi borgaranna og hræðslu við hið óþekkta. Vopnvæðing lögreglu væru hörmuleg viðbrögð við fólskunni. Vopnuð löggæsla kallar á vopnað ofbeldi og er upphaf að hringrás sem dregur til harðleikni, heimsku og fautaskapar.

Höldum í heiðri inntak orða hinna skarpskyggnu:

Látum fólsku annarra ekki leiða okkur til ofbeldis; höldum í mennskuna.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,386