Ritstjóri Herðubreiðar 11/05/2017

Sá sem guð er náðugur

Jóhanna (sérnafn): Orðið er komið til okkar úr latínu og þangað úr grísku.Jóhanna Kristjónsdóttir

Upphaflega er það hins vegar hebreskt, Yohanan eða Yehohanan, og er þekkt úr Biblíunni í karlkyns útgáfunni Jóhannes. (Jóhönnur eru þar engar, svo Herðubreið viti af.)

Nafnið merkir ´Sá sem guð er náðugur´ eða bara ´Guð er náðugur´.

Sú fallega merking hefur raungert sig hjá mörgum konum með þessu nafni, óháð öllum trúarbrögðum.

Við andlát hinnar stórmerku Jóhönnu Kristjónsdóttur sendir Herðubreið ástvinum hennar hugheilar kveðjur.

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Orðið
0,744