Sá sem guð er náðugur
Jóhanna (sérnafn): Orðið er komið til okkar úr latínu og þangað úr grísku.
Upphaflega er það hins vegar hebreskt, Yohanan eða Yehohanan, og er þekkt úr Biblíunni í karlkyns útgáfunni Jóhannes. (Jóhönnur eru þar engar, svo Herðubreið viti af.)
Nafnið merkir ´Sá sem guð er náðugur´ eða bara ´Guð er náðugur´.
Sú fallega merking hefur raungert sig hjá mörgum konum með þessu nafni, óháð öllum trúarbrögðum.
Við andlát hinnar stórmerku Jóhönnu Kristjónsdóttur sendir Herðubreið ástvinum hennar hugheilar kveðjur.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020