Ritstjóri Herðubreiðar 31/03/2014

Riddararnir

Á altygjuðum hestum hefja þeir upp lensurnar,

koma á brunastökki út úr sjónvarpinu

með lausnirnar letraðar í gunnfánann,

feykja mér af baki til betri drauma og bláskeljaleiks

við strönd fjarri harki burtreiðanna

sem ég var þó orðinn svo vanur

 

Eyþór Árnason

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Ljóðið
2,042