Riddararnir
Á altygjuðum hestum hefja þeir upp lensurnar,
koma á brunastökki út úr sjónvarpinu
með lausnirnar letraðar í gunnfánann,
feykja mér af baki til betri drauma og bláskeljaleiks
við strönd fjarri harki burtreiðanna
sem ég var þó orðinn svo vanur
Eyþór Árnason
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021