trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 26/05/2014

Reykjavík – Mývatn

Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

 

já mamma ég ætla að giftast honum

hættulegur? það ætla ég rétt að vona

hann er inni í eldhúsi að vaska upp

ef hann tekur beittasta búrhnífinn

og rekur á bólakaf í brjóst mitt

dey ég með væmin ástarorð á vörum

dramatík? þú veist ekki hvað hún er

hversdagsleg á þessum ofurtímum

nei enginn hnífur á barkanum núna

bara þessi afsagaða haglabyssa

hlaðin tvöhundruðmilljón játningum

skjóti hann mig með henni

dey ég kannski ofurlítið

það er þess virði

Mínerva mín

 

Guðrún Eva Mínervudóttir (á brún alls fagnaðar, 2000)

Flokkun : Ljóðið
1,683